Liverpool er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir jafntefli í hörkuleik gegn Man Utd á Anfield í kvöld.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var sáttur með niðurstöðuna.
„Þeir fengu stórt færi undir lokin svo þetta er smá léttir fyrir okkur. Það var ekki saga leiksins heilt yfir að mínu mati, við sköpuðum miklu fleiri færi en þeir. Við tökum stigið een ef ég horfi aftur á morgun myndi ég vonast eftir meiru," sagði Slot.
„Við fengum þrjú opin færi fyrstu 20 mínúturnar. Við vorum að spila gegn mörgum góðum leikmönnum og það var tækifæri fyrirþá að sýna sig gegn okkur, meira en í öðrum leikjum."
„Það kom okkur ekkert á óvart, þeir hafa spilað svona í nokkrar vikur, það eina var kannski að þeir spörkuðu oft langt."
Athugasemdir