Rashford, Salah, Trent, Theo Hernandez, Wirtz, Benzema, Neuer og aðrir góðir í slúðri dagsins
   lau 03. október 2015 16:12
Sigurbjörn Bjarnason
Freyr og Davíð hættir sem þjálfarar Leiknis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru hættir sem þjálfarar Leiknis.

Þetta staðfestu þeir eftir 3-2 tap gegn Keflavík í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.

„Við stígum til hliðar núna og þökkum fyrir okkur og þökkum fyrir frábæra tíma. Það munu aðrir koma núna og þjálfa þetta frábæra Leiknislið," sagði Freyr í viðtali eftir leik.

Freyr og Davíð tóku við Leikni haustið 2012 þegar liðið hafði rétt sloppið við fall úr 1. deild.

Undir þeirra stjórn komst liðið upp í Pepsi-deildina í fyrsta skipti á síðasta tímabili.

Fall varð niðurstaðan í ár en Leiknir endaði í 11. sæti í Pepsi-deildinni með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner