Ipswich nældi í varnarmanninn Ben Godrey á láni frá Atalanta í gær en Kieran McKenna, stjóri liðsins, vonast til að fá fleiri leikmenn.
Hann vill bæta við fleiri sóknarmönnum en Liam Delap hefur skorað átta af tuttugu mörkum liðsins í úrvalsdeildinni.
„Við höfum saknað George Hirst í örugglega yfir 50 prósent leikjanna svo við höfum þurft að treysta mikið á Delap. Við þurfum stuðning í þessi svæði og viljum bæta við fleiri mörkum í hópinn ef það er hægt. Ég er nokkuð viss um að öll lið í heiminum séu með sama óskalista í janúar," sagði McKenna.
Liðið er í 18. sæti með 16 stig eftir 20 umferðir. Liðið er með jafnmörg stig og Wolves sem er í sætinu fyrir ofan og á leik til góða gegn Nottingham Forest í kvöld.
Athugasemdir