PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjarnafæði: Sjötti bróðirinn skoraði sitt fyrsta mark
Hallgrímur og Hrannar bræður Andra Vals
Hallgrímur og Hrannar bræður Andra Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Kjarnafæði mótinu í gær. Völsungur2 mætti Þór3 í Boganum á Akureyri.

Völsungur vann leikinn 3-1 en hinn 14 ára gamli Jón Helgi Brynjúlfsson kom liðinu í 2-1 og hinn 16 ára gamli Andri Valur Bergmann Steingrímsson innsiglaði sigurinn.

Andri Valur kemur af mikilli fótboltafjölskyldu en fimm bræður hans hafa tekið þátt í Kjarnafæðimótinu í gegnum tíðina. Það eru þeir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn leikmenn KA, Guðmundur Óli sem nú þjálfar Magna, Ólafur Jóhann leikmaður Völsungs og Sveinbjörn sem hefur lagt skóna á hilluna.

Í seinni leik dagsins mættust KA2 og Dalvík/Reynir. KA2 vann leikinn 3-1 en Dabjartur Búi Davíðsson skoraði tvennu fyrir KA2 en seinna markið var beint úr hornspyrnu.

Völsungur2 3-1 Þór3
1-0 Tryggvi Grani Jóhannsson ('16 )
1-1 Kjartan Ingi Friðriksson ('59 víti)
2-1 Jón Helgi Brynjúlfsson ('72 )
3-1 Andri Valur Bergmann Steingrímsson ('88 )

KA2 3-1 Dalvík/Reynir
1-0 Dabjartur Búi Davíðsson ('34 )
2-0 Dabjartur Búi Davíðsson ('50 )
2-1 Viktor Davíð Sævaldsson ('73 )
3-1 Viktor Breki Hjartarson ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner