PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn í dag - Real Madrid mætir liði úr fjórðu deild
Mynd: Getty Images
Næst síðasti leikurinn í 32 liða úrslitunum í spænska konungsbikarnum fer fram í kvöld.

Real Madrid vann Valencia á föstudaginn í deildinni en liðið mætir aftur til leiks í kvöld og heimsækir Deportivo Minera í bikarnum.

Deportivo Minera er í 8. sæti deildarinnar eftir 17 umferðir en liðið sló efstu deildarliðið Alaves úr leik í síðustu umferð bikarsins.

Real Madrid er aðeins þriðja sigursælasta liðið í sögu keppninnar með tuttugu titla, Barcelona með 31 og Bilbao með 24 hafa unnið fleiri.

mánudagur 6. janúar
18:00 Deportivo Minera - Real Madrid

Athugasemdir
banner
banner