PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía í dag - Grannarnir mætast í úrslitum Ofurbikarsins
Mynd: EPA
Úrslitaleikur ítalska Ofurbikarsins fer fram í kvöld þar sem grannarnir Inter og AC Milan eigast við.

Keppnin fer fram í Ríad í Sádí-Arabíu en Inter sló Atalanta úr leik og AC Milan sló Juventus úr leik.

Inter vann keppnina í fyrra en það var í fyrsta sinn sem fjögur lið tóku þátt. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin í Sádí-Arabíu.

Inter hefur unnið keppnina átta sinnum og getur jafnað Juventus með sigri en Juventus er sigursælasta lið keppninnar. MIlan hefur unnið keppnina sjö sinnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner