Úrslitaleikur ítalska Ofurbikarsins fer fram í kvöld þar sem grannarnir Inter og AC Milan eigast við.
Keppnin fer fram í Ríad í Sádí-Arabíu en Inter sló Atalanta úr leik og AC Milan sló Juventus úr leik.
Inter vann keppnina í fyrra en það var í fyrsta sinn sem fjögur lið tóku þátt. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin í Sádí-Arabíu.
Inter hefur unnið keppnina átta sinnum og getur jafnað Juventus með sigri en Juventus er sigursælasta lið keppninnar. MIlan hefur unnið keppnina sjö sinnum.
Athugasemdir