PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 09:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Futsal: Ísbjörninn Íslandsmeistari fjórða árið í röð
Við óskum Ísbirninum til hamingju með árangurinn!
Við óskum Ísbirninum til hamingju með árangurinn!
Mynd: KSÍ
Ísbjörninn er Íslandsmeistari í Futsal, innanhúss fótbolta, árið 2025 eftir 6-5 sigur gegn Mosfellingum, sameiginlegu liði Aftureldingar, Hvíta Riddarans og Álafoss.

Í undanúrslitum vann Ísbjörninn 11-3 sigur gegn Vængjum Júpiters og Mosfellingar unnu 5-1 sigur gegn KFR.

Ísbjörninn vann svo spennandi úrslitaleik í Safamýri en þetta er fjórða árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari í Futsal.

Ísbjörninn hefur verið að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal fyrir hönd Íslands undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner