Heimild: KSÍ
Ísbjörninn er Íslandsmeistari í Futsal, innanhúss fótbolta, árið 2025 eftir 6-5 sigur gegn Mosfellingum, sameiginlegu liði Aftureldingar, Hvíta Riddarans og Álafoss.
Í undanúrslitum vann Ísbjörninn 11-3 sigur gegn Vængjum Júpiters og Mosfellingar unnu 5-1 sigur gegn KFR.
Í undanúrslitum vann Ísbjörninn 11-3 sigur gegn Vængjum Júpiters og Mosfellingar unnu 5-1 sigur gegn KFR.
Ísbjörninn vann svo spennandi úrslitaleik í Safamýri en þetta er fjórða árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari í Futsal.
Ísbjörninn hefur verið að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal fyrir hönd Íslands undanfarin ár.
Athugasemdir