Það kom upp stórundarlegt atvik í næst efstu deild í Portúgal í gær þegar vallarstarfsmaður tók upp á því að mála línurnar á vellinum með mjólk.
Botnlið Oliveirense fékk Feigueiras í heimsókn en það var mikil rigning fyrir leikinn.
Örfáum mínútum áður en leikurinn fór af stað voru línurnar orðnar ansi óskýrar og þurfti að mála þær upp á nýtt. Málningin í vélinni sem var notuð var hins vegar búin.
Einn starfsmaður brá þá á það ráð að ná í mjólk og það tókst ótrúlega vel til. Vandræði Oliveirense héldu áfram inn á vellinum þar sem liðið tapaði leiknum 3-0 og er í neðsta sæti með 9 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum á eftir B liði Porto sem er í næst neðsta sæti og á tvo leiki til góða.
Due to a lack of ink, milk was used instead in a portuguese second division game
byu/macaco3001 insoccer
Athugasemdir