Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, átti mjög slakan leik gegn Man Utd í gær en hann fékk m.a. falleinkunn hjá Sky Sports.
Alexander-Arnold er með samningstilboð á borðinu frá Liverpool og Real Madrid. Arne Slot var spurður að því hvort áhugi Real Madrid hafi verið að trufla leikmanninn í gær.
„Ég hef ekki trú á því en ég held að níu að hverjum tíu myndu segja að það hafi haft áhrif á hann. Ég er einn af þessum tíu sem segja að það hafði ekki áhrif á hann," sagði Slot.
„Það sem hafði áhrif á hann var að hann spilaði gegn Bruno Fernandes og Diogo Dalot sem eru byrjunarliðsmenn í portúgalska landsliðinu. Frábærir leikmenn. Við erum með stórkostlegan leikmann í Diogo Jota og hann er ekki einu sinni að spila með Portúgal, það segir manni hversu mikil gæði United er með."
„Ef þessir leikmenn einbeita sér að leiknum og það gera leikmenn United einstakka sinnum, þá er mjög erfitt að spila gegn þeim."
Athugasemdir