Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að félagið þurfi nauðsynlega að kaupa vinstri bakvörð í janúar.
Andy Robertson hefur verið langt frá sínu besta á þessari leiktíð en hefur verið virkilega sterkur undanfarin ár.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Trent Alexander-Arnold en Carragher telur að það eigi að leggja áherslu á vinstri bakvarðarstöðuna.
„Liverpool þarf að kaupa bakvörð. Þeir þurfa að kaupa vinstri bakvörð. Trent Alexander-Arnold var mjög lélegur. Hann verður miklu betri en þetta og Connor Bradley var stórkostlegur," sagði Carragher.
„Mér finnst Andy Robertson, sem er algjör goðsögn, hanga á bláðþræði í hverjum einasta leik. Mér finnst Kostas Tsimikas ekki alveg vera á þeim standard að taka við af honum. Það mun setja Liverpool í mjög góða stöðu til að vinna deildina ef liðið getur fengið vinstri bakvörð í janúar."
Athugasemdir