Kieran Tierney, bakvörður Arsenal, hefur verið sterklega orðaður við Celtic en Brendan Rodgers, stjóri liðsins, vildi ekki tjá sig um orðróminn.
Stuðningsmenn liðsins sungu nafnið hans í sigri liðsins gegn St. Mirren í gær. Rodgers var alls ekki hrifinn af því.
„Algjört viðringarleysi. Greg Taylor (vinstri bakvörður), hefur verið stórkostlegur hjá þessu félagi. Hvernig líður honum? Hann nefbrotnaði næstum því í dag, hann blæðir fyrir klúbbinn. Ég hef meiri áhyggjur af leikmönnum sem eru hérna," sagði Rodgers.
„Það er ekki mjög virðingavert að syngja um annan leikmann, sama hver saga Kieran er. Ég er ekki hrifinn af þessu."
Tierney er alinn upp hjá Celtic en gekk til liðs við Arsenal árið 2019.
Athugasemdir