Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Aukakílóin hamla markverði Milan
Mike Maignan.
Mike Maignan.
Mynd: EPA
Ítalskir fjölmiðlar segja að Sergio Conceicao, stjóri AC Milan, sé farinn að skoða líkamlegt ástand leikmanna sinna en liðinu hefur gengið illa að undanförnu og tapað þremur leikjum í röð.

La Repubblica segir að einhverjir leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki í nægilega góðu formi og Conceicao láti nú taka mataræði og svefnmunstur leikmanna í gegn.

Franski markvörðurinn Mike Maignan er sagður vera meðal þeirra leikmanna sem séu of þungir og það hafi slæm áhrif á snerpu hans og viðbrögð í rammanum.

Maignan hefur gert mistök að undanförnu og fékk á sig vítaspyrnu í lok leiksins gegn Lazio á sunnudagskvöld. Milan er búið að síga niður í níunda sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 27 13 13 1 45 21 +24 52
5 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 27 8 2 17 27 56 -29 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner