Sport segir að Barcelona hafi gefið upp vonina um að geta spilað á Nývangi, Camp Nou, á þessu tímabili. Verið er að endurbyggja þennan sögulega leikvang og hefur Barcelona verið að spila á Ólympíuleikvangnum í borginni.
Verið er að setja upp þriðju hæð stúkunnar og hefur dagsetningin á því hvenær hægt verði að spila á vellinum alltaf verið að færast aftar. Nú er sagt að óvíst er hvort liðið geti byrjað næsta tímabil á vellinum.
Verið er að setja upp þriðju hæð stúkunnar og hefur dagsetningin á því hvenær hægt verði að spila á vellinum alltaf verið að færast aftar. Nú er sagt að óvíst er hvort liðið geti byrjað næsta tímabil á vellinum.
Barcelona getur ekki beðið eftir því að fara aftur á Nývang en framkvæmdirnar hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu félagsins og möguleika á leikmannamarkaðnum.
Upphaflega var áætlunin að Barcelona myndi byrja að spila á vellinum í nóvember 2024 en stuðningsmenn liðsins eru orðnir vel pirraðir á stöðugum frestunum.
Þegar endurbyggingunni verður lokið mun Nývangur taka 105 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir