Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 13:13
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo átti ekki að fá 99 svipuhögg
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þær falsfréttir fóru af stað, og margir virtir miðlar féllu í gildruna, að Cristiano Ronaldo hafi ekki ferðast með félagsliði sínu til Írans þar sem hann ætti yfir höfði sér húðstrýkingu í landinu.

Ronaldo var ekki með Al-Nassr sem mætti Esteghlal í Teheran, höfuðborg Írans, í Meistaradeild Asíu í gær. Íranska sendiráðið í Bretlandi hefur svarað þeim falsfréttum sem fóru af stað um að Ronaldo hafi verið dæmdur til refsingar og myndi fá 99 svipuhögg ef hann kæmi til landsins.

Ronaldo hitti fatlaðan aðdáanda sinn í Íran árið 2023 og braut íranskar reglur með því að faðma konuna og gefa henni koss á kinnina. Samkvæmt írönskum lögum er lögbrot ef giftur maður snertir aðra konu.

Talsmaður íranska sendiráðsins vísar þeim fréttum að Ronaldo yrði húðstrýktur ef hann kæmi til landsins til föðurhúsanna. Í landinu hafi því í raun verið fagnað þegar hann hitti konuna en hún heitir Hamima og er þekkt listakona í landinu. Hún málar myndir með fótunum.

Fjölmiðlar í Sádi-Arabíu segja að raunveruleg ástæða fyrir fjarveru Ronaldo hafi einfaldlega verið vöðvaþreyta hjá leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner