Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gögnin á bakvið velgengni Birmingham - Willum einn af lykilmönnunum
Hefur skorað fimm mörk og lagt upp fimm í League One.
Hefur skorað fimm mörk og lagt upp fimm í League One.
Mynd: Birmingham City
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birmingham er að sigla upp úr ensku C-deildinni, liðið er með tólf stiga forskot á toppnum sem stendur.

Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson hefur átt gott tímabil með Birmingham og er í lykilhlutverki í liðinu. Hann var keyptur frá Go Ahead Eagles og er nú nálægt því að vera kominn í ensku B-deildina.

Birmingham eyddi duglega í leikmenn síðasta sumar og er það hluti af ástæðunni fyrir velgengni liðsins. Jay Stansfield kom á háa upphæð frá Fulham, Christoph Klarer kom frá Darmstadt og WIllum frá Hollandi, svo einhverjir séu nefndir.

Í grein sem birt var á The Analyst í síðasta mánuði er fjallað um velgengni Birmingham í á tímabilinu. Þar er horft í ýmsa tölfræðiþætti. Birmingham er t.d. það lið sem heldur boltanum best í deildinni. Liðið spilar hægan bolta og tekur að meðaltali flestar sendingar í sínu uppspili.

Einn af lykilþáttum sem vakin er athygli á er fjöldi skipta sem leikmenn ná að vinna boltann hátt á vellinum. Birmingham skorar mjög hátt í þeirri tölfræði og eru einungis þrjú úrvalsdeildarfélög (Man CIty, Spurs og Arsenal) með betri tölfræði í þeim þætti.

Birmingham hafði (þegar greinin var skrifuð) alls unnið boltann 233 sinnum á þriðjungi andstæðinganna á tímabilinu. Af 16 leikmönnum í C-deildinni sem höfðu náð boltanum 25 sinnum eða oftar voru þrír miðjumenn Birmginahm. Einn af þeim var Willum Þór sem hafði unnið boltann 25 sinnum á þriðjungi andstæðinganna.

Birmingham er það lið í öllum deildum Englands sem leyfir fæstar sendingar á móti sér í hvert skipti sem andstæðingurinn er með boltann.
Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 32 23 7 2 54 19 +35 76
2 Wycombe 33 18 10 5 58 32 +26 64
3 Wrexham 33 18 8 7 48 28 +20 62
4 Stockport 34 17 9 8 51 33 +18 60
5 Huddersfield 34 17 7 10 47 31 +16 58
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Charlton Athletic 33 16 8 9 45 31 +14 56
7 Bolton 33 16 6 11 52 49 +3 54
8 Leyton Orient 34 16 5 13 50 34 +16 53
9 Reading 33 15 8 10 48 44 +4 53
10 Barnsley 34 15 7 12 50 47 +3 52
11 Blackpool 33 10 14 9 49 47 +2 44
12 Stevenage 33 12 8 13 31 34 -3 44
13 Lincoln City 34 11 10 13 44 43 +1 43
14 Rotherham 33 11 8 14 38 40 -2 41
15 Wigan 33 10 9 14 31 34 -3 39
16 Mansfield Town 33 11 6 16 40 47 -7 39
17 Peterboro 33 10 7 16 51 59 -8 37
18 Northampton 34 9 10 15 33 51 -18 37
19 Exeter 32 10 6 16 35 50 -15 36
20 Bristol R. 33 10 5 18 35 53 -18 35
21 Burton 34 7 12 15 35 49 -14 33
22 Cambridge United 33 7 8 18 34 56 -22 29
23 Crawley Town 33 7 8 18 36 60 -24 29
24 Shrewsbury 34 7 6 21 34 58 -24 27
Athugasemdir
banner
banner
banner