Jason McAteer, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur opnað sig um andleg vandamál síðan hann lagði skóna á hilluna. Hann var nálægt því að svipta sig lífi.
McAteer er 53 ára en hann lék 100 leiki fyrir Liverpool á ferlinum en spilaði einnig fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere áður en hann lagði skóna á hilluna 2007.
McAteer er 53 ára en hann lék 100 leiki fyrir Liverpool á ferlinum en spilaði einnig fyrir Bolton, Blackburn, Sunderland og Tranmere áður en hann lagði skóna á hilluna 2007.
Þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands hefur verið að glíma við þunglyndi og segist hafa átt erfitt með að aðlagast breyttu lífi eftir að hafa hætt í boltanum. Mikið tómarúm hafi skapast.
McAteer opnaði sig um andleg vandamál sín í hlaðvarpsviðtali við Mikael Silvestre, fyrrum leikmann Manchester United, og sagðist hafa „barist við sjálfan sig“ þegar hann hugsaði sjálfur að klessa bíl sínum í göngum og taka eigið líf. Hann brast í grát þegar hann sagði frá þessu.
„Mér fannst ég ekki hafa neinn tilgang. Ég vann sem sérfræðingur í sjónvarpi kannski einu sinni eða tvisvar í viku. Það voru svo margir dagar sem ég hafði ekkert fyrir stafni," segir McAteer.
Hann var á leiðinni að sækja son sinn og var að keyra í gegnum göng þegar sjálfsvígshugsanir sótti hart að honum.
„Ég hugsaði að ég gæti bara tekið eina beygju og klárað þetta. Ég var að berjast við sjálfan mig um að gera það ekki. Ég man þegar ég kom í gegnum göngin og dagsljósið tók á móti mér. Ég þakkaði Guði."
Athugasemdir