Jude Bellingham verður í leikbanni í fyrri leik Real Madrid gegn Atletico Madrid sem fram fer klukkan 20:00 á Santiago Bernabeu í kvöld. Hann tekur út bannið vegna uppsafnaðra spjalda.
Þá hefur Dani Ceballos bæst á meiðslalistann þar sem fyrir voru Dani Carvajal og Eder Militao. Það verður spennandi að sjá hvernig Carlo Ancelotti stillir upp miðjunni.
Þá hefur Dani Ceballos bæst á meiðslalistann þar sem fyrir voru Dani Carvajal og Eder Militao. Það verður spennandi að sjá hvernig Carlo Ancelotti stillir upp miðjunni.
„Ég býst ekki við því að þetta breytir því hvernig við munum leggja upp leikinn. Það verða ekki miklar breytingar. Leikmenn sem hafa fengið hvíld gætu fengið tækifærið. Við höldum í sömu hugmyndafræði," segir Ancelotti.
Spænskir fjölmiðlar segja að Federico Valverde sé tæpur fyrir leikinn í kvöld. Úrúgvæinn hefur verið notaður sem hægri bakvörður að undanförnu en hefur misst af síðustu leikjum vegna vöðvameiðsla. Hann æfði í gær og er búist við því að hann byrji.
Athugasemdir