Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 16:17
Elvar Geir Magnússon
Ekki auðvelt að stöðva orrustuþoturnar í Liverpool
Luis Enrique, stjóri PSG, spjallaði við fjölmiðlamenn í dag.
Luis Enrique, stjóri PSG, spjallaði við fjölmiðlamenn í dag.
Mynd: EPA
„Við þurfum að fara gætilega í þennan leik og passa okkur á skyndisóknum. Þeir eru með þrjár orrustuþotur í sókninni, það er ekki auðvelt að stöðva þær," segir Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain.

Það verður sannkallaður stórleikur í París annað kvöld þegar PSG fær Liverpool í heimsókn í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Enrique er væntanlega að tala um þá Mohamed Salah, Luis Díaz og Cody Gakpo en það er þó óvissa um þátttöku þess síðastnefnda í leiknum á morgun.

„Þetta verður spennuþrungið. Á pappírnum er þetta einn besti leikur sem hægt er að horfa á í Evrópu. Þeir eru eitt besta liðið þegar kemur að því að sækja hratt. Við þurfum að halda í boltann, við erum eitt besta lið Evrópu í því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner