Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp vill ekki fá Ten Hag til Leipzig
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull, ætlar ekki að fá Erik ten Hag til að taka við af Marco Rose hjá Leipzig í sumar. Sky Sports segir frá.

Klopp tók við starfinu um áramótin eftir að hafa áður stýrt Liverpool í níu ár.

Hann kemur að ráðningu á nýjum þjálfurum hjá öllum félögum í eigu Red Bull og þar á meðal Leipzig sem er farið að skoða í kringum sig fyrir næsta tímabil.

Marco Rose er þjálfari liðsins en hann mun kveðja eftir þetta tímabil og eru nokkur nöfn komin á lista Klopp.

Sky Sports segir að Ten Hagi verið orðaður við starfið síðustu vikur og kom nafn hans upp í ráðningarferlinu en Klopp hafnaði því að fá hann.

Ten Hag stýrði Manchester United frá 2022 til 2024 og vann bæði FA bikarinn og deildabikarinn.

Þýskir fjölmiðlar hafa nefnt nokkur nöfn sem koma til greina í þjálfarastól Leipzig en Oliver Glasner hjá Crystal Palace hefur verið nefndur ásamt Roger Schmidt og Sebastien Hoeness.
Athugasemdir
banner
banner
banner