Heimild: lepetitlillois
Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni með Lille í kvöld þegar liðið heimsækir Borussia Dortmund í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Hákon er einn af fáum leikmönnum Lille sem hefur áður spilað á heimavelli Dortmund, Westfalenstadion eða Signal Iduna Park.
Hákon er einn af fáum leikmönnum Lille sem hefur áður spilað á heimavelli Dortmund, Westfalenstadion eða Signal Iduna Park.
„Þeir eru með sterkt lið, eitt stærsta félag Þýskalands. Ég hef þegar spilað á vellinum þeirra og það er erfitt. En við eigum möguleika á að gera eitthvað. Við erum líka með gott lið og ef við gerum hlutina vel gætum við náð úrslitum," segir Hákon.
Fyrir þremur árum lék Hákon með FC Kaupmannahöfn gegn Dortmund á Westfalen en þýska liðið vann þá 3-0 sigur.
„Það eru 80 þúsund manns á vellinum. Guli veggurinn er magnaður. En ég tapaði þarna síðast, vonandi verður það öðruvísi núna. Vonandi verður þetta betra."
Hákon skoraði svo í seinni leik FCK gegn Dortmund í riðlakeppninni 2022. Sá leikur endaði 1-1 en þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Hákonar á ferlinum.
Leikur Lille og Dortmund hefst klukkan 20 í kvöld.
Athugasemdir