Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real Madrid tilbúið að bjóða mann í skiptum fyrir bakvörð Bournemouth
Mynd: EPA
Real Madrid er sagt hafa augastað á Milos Kerkez vinstri bakverði Bournemouth. Kerkez hefur átt mjög gott tímabil með Bournemouth og hefur vakið athygli stærri félaga.

Real er að skoða bakvarðamálin hjá sér og var félagið orðað við Alphonso Davies hjá Bayern en hann endursamdi í Þýskalandi. Rela hefur einnig verið orðað við Theo Hernandez og Miguel Gutierrez.

Fichajes segir að Real sé tilbúið að bjóða 15 milljónir evra og Fran Garcia í skiptum fyrir Kerkez.

Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, þekkir Garcia vel þar sem þeir unnu saman hjá Rayo Vallecano.

Kerkez er yngri, 21 árs, og sóknarsinnaðri og það heillar Real.
Athugasemdir
banner
banner
banner