Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki með á síðustu æfingu fyrir leik
Mynd: EPA
Hollenski sóknarmaðurinn Cody Gakpo var ekki með á æfingu Liverpool í dag. Liðið undirbýr sig fyrir fyrri leikinn gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en sá leikur fer fram í París annað kvöld.

Gakpo hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu og er ólíklegt að hann verði til taks á morgun,

Arne Slot verður einnig án þeirra Joe Gomez, Conor Bradley og Tyler Morton í leiknum.

Liverpool spilaði síðast fyrir viku síðan þar sem síðasta helgi var bikarhelgi og Liverpool úr leik í þeirri keppni.

Þrír leikmenn Liverpool eru einu gulu spjaldi frá banni í Meistaradeildinni. Það eru þeir Andy Robertson, Ibrahima Konate og Harvey Elliott.
Athugasemdir
banner
banner
banner