Hinn 16 ára gamli Saba Kharebashvili er byrjaður að vekja mikla athygli á sér og hafa stórlið í Evrópu áhuga á unglingnum frá Georgíu.
Barcelona og Real Madrid hafa sent njósnara til að fylgjast með honum í leikjum með Dinamo Tbilisi í heimalandinu og Liverpool er samkvæmt Mundo Deportivo einnig sagt hafa áhuga á ungstirninu.
Barcelona og Real Madrid hafa sent njósnara til að fylgjast með honum í leikjum með Dinamo Tbilisi í heimalandinu og Liverpool er samkvæmt Mundo Deportivo einnig sagt hafa áhuga á ungstirninu.
Saba er vinstri bakvörður sem spilað vel á tímabilinu, komið við sögu í 21 deildarleik og lagt upp tvö mörk. Hann fagnaði 16 ára afmæli sínu í september og hefur alls spilað 28 leiki með aðalliði Dinamo Tbilisi.
Hann var 15 ára þegar hann kom við sögu gegn FK Mornar í forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra og varð þá yngsti leikmaður í sögu UEFA Evrópukeppna til að spila. Fyrra metið átti Youssoufa Moukoko þegar hann var hjá Dortmund.
Liverpool er sagt leita að langtíma lausn í vinstri bakverðinum en Andy Robertson verður 31 árs seinna í þessum mánuði og Kostas Tsimikas er 28 ára.
Reglurnar í Georgíu eru reyndar nokkuð strangar og má Saba ekki fara frá Georgíu fyrr en hann verður 18 ára sem verður ekki fyrr en í september 2026.
???? Exclusive: Understand #LFC are tracking Saba Kharebashvili.
— Bence Bocsák (@BenBocsak) March 1, 2025
The 16-year-old left-back is the youngest player to debut in UEFA club competitions.
He’s very highly rated.
More info for @AnfieldWatch:
????: https://t.co/bEuvNDu4bQ pic.twitter.com/IDmM2lYEYt
Athugasemdir