Enski dómarinn Michael Oliver mun ekki dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta kemur fram á Athletic í dag.
Oliver er ekki á lista yfir þá dómara sem dæma í 28. umferð deildarinnar um helgina, en samkvæmt Athletic er það vegna mistaka sem hann gerði í bikarleik Crystal Palace gegn Millwall síðustu helgi.
Englendingurinn rak ekki Liam Roberts, markvörð Millwall, af velli fyrir stórhættuleg tæklingu í andlit Jean-Philippe Mateta í leiknum, en VAR þurfti að skerast inn í leikinn og snúa við ákvörðun Oliver.
Sauma þurfti 25 spor í höfuð Mateta og kom fram að eyra leikmannsins hafi verið alvarlega skaddað eftir tæklinguna.
Oliver verður ekki heldur í hlutverki fjórða dómara eða í VAR-herberginu í næstu umferð.
Athugasemdir