Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 16:34
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Aston Villa í Belgíu: Skúrkurinn og Rashford byrja
Marco Asensio á bekknum
Simon Mignolet, markvörður Club Brugge.
Simon Mignolet, markvörður Club Brugge.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rashford byrjar en Asensio er á bekknum.
Rashford byrjar en Asensio er á bekknum.
Mynd: EPA
16-liða úrslit Meistaradeildarinnar fara af stað með leik Club Brugge og Aston Villa sem hefst klukkan 17:45 á Jan Breydelstadion í Belgíu. Sigurliðið í þessu einvígi mun mæta Liverpool eða Paris Saint-Germain í næstu umferð.

Club Brugge hefur komið skemmtilega á óvart í Meistaradeildinni en þekktasti leikmaður liðsins er markvörðurinn Simon Mignolet sem lék fyrir Liverpool á árum áður. Liðið hefur sýnt það í Meistaradeildinni að það er erfitt heim að sækja.

Club Brugge og Aston Villa mættust einmitt í deildarkeppninni og þar vann belgíska liðið 1-0 í nóvember. Tyrone Mings, varnarmaður Aston Villa, var annars hugar og tók boltann upp með hendi í leiknum. Vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraði Hans Vanaken eina mark leiksins.

Mings var skúrkurinn í þeim leik en hann fær tækifæri til að gera betur í kvöld og er meðal byrjunarliðsmanna. Marcus Rashford, sem kom frá Manchester United í janúarglugganum, er einnig í byrjunarliðinu. Athygli vekur að Marco Asensio byrjar á bekknum en hann hefur skorað fjögur mörk fyrir Villa.

Byrjunarlið Club Brugge: Mignolet; Sabbe, Ordóñez, Mechele, De Cuyper; Onyedika, Jashari, Vanaken; Talbi, Tzolis; Jutglà

Byrjunarlið Aston Villa: Martínez; Mings, Konsa, Disasi, Digne; McGinn, Tielemans; Bailey, Rogers, Rashford; Watkins

(Varamenn Villa: Olsen, Zych, Bogarde, Cash, Maatsen, Pau, Kamara, Asensio, Ramsey)

Leikir kvöldsins
17:45 Club Brugge - Aston Villa
20:00 Dortmund - Lille
20:00 Real Madrid - Atletico Madrid
20:00 PSV - Arsenal



Athugasemdir
banner
banner