Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Merino áfram fremstur hjá Arsenal - Hákon byrjar gegn Dortmund
Hákon Arnar er í liði Lille
Hákon Arnar er í liði Lille
Mynd: EPA
Mikel Merino byrjar sem fremsti maður hjá Arsenal
Mikel Merino byrjar sem fremsti maður hjá Arsenal
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson er í byrjunarliði Lille sem heimsækir Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00.

Íslenski landsliðsmaðurinn var á bekknum hjá Lille gegn stórliði PSG um helgina og var það greinilega gert til að hafa hann ferskan fyrir einvígið gegn Dortmund.

Hákon er ekki eini maðurinn sem kemur inn því Jonathan David leiðir sóknina.

Mikel Merino er áfram fremsti maður hjá Arsenal. Liðið heimsækir PSV í Eindhoven. Ethan Nwaneri og Leandro Trossard eru með honum í sókninni.

Real Madrid og Atlético mætast í grannaslag í Madríd. Kylian Mbappe og Vinicius Junior eru báðir í liði Real Madrid, en Jude Bellingham tekur út leikbann

PSV: Benitez, Ledezma, Flamingo, Boscagli, Malacia, Saibari, Schouten, Til, Perisic, de Jong, Lang

Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Lewis-Skelly, Partey, Rice, Odegaard, Nwaneri, Trossard, Merino



Dortmund: Kobel; Ryerson, Can, Schlotterbeck, Svensson; Sabitzer, Gross; Adeyemi, Brandt, Gittens; Guirassy

Lille: Chevalier; Meunier, Diakité, Alexsandro, Ismaily; André, Bouaddi; Mbappé, Mukau, Haraldsson; David.



Real Madrid: Courtois; Fede Valverde, Rüdiger, Asencio, Mendy; Brahim Díaz, Tchouaméni, Camavinga; Rodrygo, Mbappé, Vinicius

Atlético: Oblak; Marcos Llorente, Giménez, Lenglet, Javi Galán; Simeone, Barrios, De Paul, Samuel Lino; Griezmann, Julián Álvarez.
Athugasemdir
banner
banner
banner