Ivan Perisic verður líklega í eldlínunni í kvöld þegar PSV tekur á móti Arsenal í Eindhoven. Um er að ræða fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildinni.
Perisic er Króati sem var á mála hjá Tottenham en mikill rígur er á milli Tottenham og Arsenal. Perisic sat fyrir svörum á fréttamannafundi í aðdraganda leiksins.
Perisic er Króati sem var á mála hjá Tottenham en mikill rígur er á milli Tottenham og Arsenal. Perisic sat fyrir svörum á fréttamannafundi í aðdraganda leiksins.
„Þetta verður erfitt, þeir eru með virkilega gott lið, ungt lið með góðan þjálfara. Síðustu ár hefur þá alltaf skort eitthvað til að vinna eitthvað en við verðum að vera tilbúnir. Ég veit að tækifærið á sigri er gott, ég hef trú á mínu liði en við verðum að spila mjög vel taktískt til að sýna eitthvað gott gegn þeim," sagði Perisic.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
PSV's Ivan Perisic says in recent years, Arsenal are "always missing something to step up, to win something" ???? #BBCFootball pic.twitter.com/3LwJiofP2E
— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2025
Athugasemdir