Inter mun keppa við Liverpool um Kimmich - Verbruggen á ratsjá Chelsea - Real Madrid fylgist með Wharton
   þri 04. mars 2025 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Danijel og Logi í undanúrslit króatíska bikarsins
Danijel í leik með Istra
Danijel í leik með Istra
Mynd: NK Istra 1961
Danijel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson eru komnir áfram í undanúrslit króatíska bikarsins en báðir eru mála hjá NK Istra 1961.

Istra vann öruggan 3-0 sigur á Lokamotiv Zagreb á heimavelli í dag, en Danijel var að leika annan leik sinn fyrir félagið.

Danijel kom inn af bekknum á 65. mínútu leiksins en Logi var ónotaður varamaður.

Istra er komið áfram í undanúrslit ásamt Rijeka og Osijek, en það kemur í ljós á morgun hvaða liði það mun mæta í undanúrslitum.

Dinamo Zagreb, sigursælasta félag í sögu bikarsins, er dottið úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner