Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 04. nóvember 2014 11:16
Magnús Már Einarsson
Grétar Sigfinnur áfram hjá KR (Staðfest)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur samþykkt nýjan tveggja ára samning við KR en hann mun skrifa undir í kvöld.

Samningur Grétars rann út á dögunum en þessi 32 ára gamli leikmaður ætlar að taka slaginn áfram með uppeldisfélagi sínu.

,,Þetta er klárlega það sem ég vildi. Ég vil spila með KR svo lengi sem ég get og þeir hafa áhuga. Meðan þjálfararnir leggja mikla áherslu á að hafa mig þá er ég ánægður," sagði Grétar við Fótbolta.net.

,,Vonandi getum við haldið áfram að ná árangri. Ég hef svo sannarlega metnað í það. Ég held að það séu fáir sem æfa meira en ég og leggja meira á sig. Ég ætla að gera það áfram og maður þarf að leggja meira á sig með hverju árinu til að halda í við þessa ungu og hröðu gutta sem eru að koma upp."

Grétar hefur einnig leikið með Val og Víkingi R. á ferlinum en hann var á dögunum orðaður við þessi félög. Grétar viðurkennir að önnur félög hafi sýnt áhuga en hann segir að KR hafi alltaf verið fyrsti kostur.

,,Það komu góðar fyrirspurnir um að hitta mig. Ég fékk einhver símtöl en ég vildi ekkert fara með það lengra fyrr en mín mál væru komin á hreint hjá KR. Það var öllum ljóst að ég vildi vera í KR," sagði Grétar.

Grétar Sigfinnur spilaði stórt hlutverk þegar KR varð Íslandsmeistari í fyrra en í sumar spilaði hann 19 leiki í Pepsi-deildinni og skoraði þrú mörk. Grétar skoraði einnig í bikarúrslitaleiknum þar sem KR lagði Keflavík 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner