Skoska félagið Celtic hefur fest kaup á kanadíska landsliðsmanninum Alistair Johnston en hann kemur til félagsins frá Montreal.
Johnston, sem er 24 ára gamall, spilar stöðu hægri bakvarðar en hann hefur spilað fyrir Nashville og Montreal í MLS-deildinni.
Hann var valinn í kanadíska landsliðið fyrir HM og spilaði alla þrjá leiki liðsins í riðlakeppninni.
Margir njósnarar eru staddir á mótinu og tókst Johnston að heilla útsendara Celtic upp úr skónum en skoska félagið hefur nú fest kaup á leikmanninum.
Johnston skrifaði í gær undir fimm ára samning við Celtic en hann mun formlega ganga í raðir félagsins um áramótin.
🆕✍️ #JohnstonAnnounced!
— Celtic Football Club (@CelticFC) December 3, 2022
We are delighted to announce the signing of Canadian International defender Alistair Johnston on a 5-year deal, subject to international clearance.
Welcome to #CelticFC, Alistair! 🍀🇨🇦
Athugasemdir