PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Cunha ekki vera búinn að samþykkja nýjan samning
Mynd: EPA
Framtíð brasilíska sóknarmannsins Matheus Cunha virðist vera óljós þar sem Sky Sports heldur því fram að leikmaðurinn sé ekki búinn að samþykkja nýjan samning hjá Wolves.

Cunha á tvö og hálft ár eftir af núverandi samningi sínum við félagið og er gríðarlega eftirsóttur af stærri liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann er þó staðráðinn í því að vera áfram hjá Wolves út tímabilið hið minnsta til að hjálpa félaginu að forðast fall.

Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano tilkynnti það í gær að samningur á milli Wolves og Cunha væri í höfn, en Sky segir aðra sögu. Þar kemur fram að Cunha sé enn að hugsa sig um.

Það þykir ljóst að Úlfarnir munu missa Cunha frá sér í framtíðinni, en stóru spurningarnar eru hvenær og fyrir hversu háa upphæð?

Cunha er 25 ára gamall og hefur spilað 11 landsleiki fyrir Brasilíu, án þess að skora þó mark. Hann gerði þó 21 mark í 24 leikjum með U23 landsliði Brasilíu.

   05.01.2025 08:30
Cunha búinn að ná samkomulagi við Wolves

Athugasemdir
banner
banner