PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 07. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City lánar Kaboré til Werder Bremen (Staðfest)
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City eru búnir að senda Issa Kaboré til Bremen á lánssamningi.

Þessi efnilegi varnarmaður mun leika fyrir Werder Bremen út tímabilið en liðið er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu, með 25 stig eftir 15 umferðir í þýsku deildinni.

Kaboré er 23 ára gamall og leikur sem hægri bakvörður að upplagi en getur einnig spilað sem miðvörður eða á hægri kanti.

Hann var á láni hjá Benfica í Portúgal á fyrri hluta tímabils en fékk lítinn sem engan spiltíma hjá félaginu.

Kaboré er samningsbundinn City í tvö og hálft ár til viðbótar og er hann lykilmaður í landsliði Búrkína Fasó, með 45 leiki að baki þrátt fyrir ungan aldur.

Issa Kaboré is ready to take up a new challenge with the Green-Whites ?????

Full interview ????? bit.ly/KaboreInterv...

#werder

[image or embed]

— SV Werder Bremen EN (@en.werder.de) 6 January 2025 at 14:49

Athugasemdir
banner
banner