Deportiva Minera 0 - 5 Real Madrid
0-1 Federico Valverde ('5)
0-2 Eduardo Camavinga ('13)
0-3 Arda Guler ('28)
0-4 Luka Modric ('55)
0-5 Arda Guler ('88)
0-1 Federico Valverde ('5)
0-2 Eduardo Camavinga ('13)
0-3 Arda Guler ('28)
0-4 Luka Modric ('55)
0-5 Arda Guler ('88)
Real Madrid heimsótti Deportiva Minera í eina leik kvöldsins í spænska bikarnum og skóp þægilegan sigur.
Federico Valverde skoraði og lagði svo upp fyrir Arda Güler í fyrri hálfleik og skoraði Eduardo Camavinga einnig.
Luka Modric var í byrjunarliðinu og skoraði í síðari hálfleik, áður en Güler setti fimmta og síðasta markið í 0-5 sigri.
Þægilegt fyrir Real gegn andstæðingum úr fjórðu efstu deild spænska boltans.
Real er því komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins ásamt Barcelona, Athletic Bilbao, Atlético Madrid, Real Sociedad, Real Betis, Getafe, Celta Vigo, Rayo Vallecano, Osasuna og Leganés úr efstu deild.
Almería og Elche úr La Liga 2 eru einnig komin áfram ásamt Ourense CF úr þriðju efstu deild og Pontevedra úr fjórðu deildinni.
Athugasemdir