Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce reynir að kaupa Carlos frá Aston Villa
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Diego Carlos gæti verið seldur frá Aston Villa í janúar, ef félaginu tekst að finna viðeigandi leikmann til að fylla í skarðið í hjarta varnarinnar.

Carlos er 31 árs gamall, með eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Villa er reiðubúið til að selja varnarmanninn fyrir rétta upphæð og stefnir á að kaupa yngri leikmann til að fylla í skarðið.

Villa var tilbúið til að selja Diego Carlos síðasta sumar en félaginu barst ekki nægilega gott tilboð. Fenerbahce hefur hins vegar mikinn áhuga í janúarglugganum og er tyrkneska stórveldið að undirbúa 12 milljón evru tilboð í leikmanninn, samkvæmt heimildum Sky Sports.

Carlos hefur spilað helminginn af leikjum Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þá nánast alltaf sem byrjunarliðsmaður. Þá hefur hann verið mikilvægur fyrir liðið í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner