Íslandsvinurinn Rob Holding mun mögulega færa sig um set í janúarglugganum.
Holding, sem er 29 ára miðvörður, hefur ekki komið við sögu í einum einasta leik með Crystal Palace á tímabilinu og virðist engan veginn vera í myndinni þar.
Holding, sem er 29 ára miðvörður, hefur ekki komið við sögu í einum einasta leik með Crystal Palace á tímabilinu og virðist engan veginn vera í myndinni þar.
Holding var fenginn til Palace frá Arsenal fyrir síðasta tímabil og hefur síðan þá aðeins leikið einn leik fyrir félagið. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Hann gæti núna verið á leið í Championship, næst efstu deild Englands, þar sem Frank Lampard, stjóri Coventry, hefur áhuga á því að semja við hann.
Holding er kærasti Sveindísar Jane Jónsdóttur, landsliðskonu Íslands.
Athugasemdir