Robbie Keane hefur verið ráðinn þjálfari Ferencvaros í Ungverjalandi. Hann mætti til Búdapest í gær og skrifaði undir samning hjá félaginu á þessum ágæta mánudegi.
Keane, sem er 44 ára, stýrði síðast Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hætti þar á síðasta ári eftir að hafa unnið bæði deildina og bikarinn.
Keane, sem er 44 ára, stýrði síðast Maccabi Tel Aviv í Ísrael en hætti þar á síðasta ári eftir að hafa unnið bæði deildina og bikarinn.
Keane var virkilega góður fótboltamaður sem spilaði lengi vel í ensku úrvalsdeildinni.
Hann lék lengst af með Tottenham en Keane spilaði einnig með Wolves, Coventry, Inter, Leeds, Liverpool, Aston Villa, Celtic, LA Galaxy og ATK í Indlandi á ferli sínum.
Hann fór út í þjálfun eftir að ferlinum lauk en hann var aðstoðarþjálfari írska landsliðsins, Middlesbrough og Leeds áður en hann fór til Ísrael og svo nú til Ungverjalands.
Ferencvaros er stærsta félagið í Ungverjalandi en félagið hefur unnið meistaratitilinn þar í landi 35 sinnum.
Athugasemdir