PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 09:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu - Ekkert lið kemst nálægt tveimur efstu
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari.
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fer ÍBV beint niður aftur?
Fer ÍBV beint niður aftur?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn var fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina 2025 opinberuð.

Það er ljóst að ekkert lið kemst með tærnar þar sem efstu tvö liðin hafa hælana, Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum og Víkingi öðru sæti. Erfiðast var að raða næstu liðum þar á eftir í sæti.

Bikarmeistarar KA þurfa aftur að sætta sig við að enda í neðri hlutanum og FH er spáð áttunda sæti en þar hefur gustað vel bak við tjöldin og fjárhagsmál félagsins mikið í umræðunni.

Nýliðar Aftureldingar falla ekki ef þessi ótímabæra spá rætist en ÍBV fer niður með Vestra. Djúpmenn hafa misst gríðarlega mikið úr leikmannahópi sínum.

Fyrsta ótímabæra spáin 2025
1 Breiðablik
2 Víkingur
3 Stjarnan
4 Valur
5 KR
6 ÍA
7 KA
8 FH
9 Afturelding
10 Fram
11 ÍBV
12 Vestri
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra og enska hringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner