Hollenska goðsögnin Patrick Kluivert er að fá nýtt starf en hann er að taka við sem landsliðsþjálfari Indónesíu.
Þetta verður hans þriðja landsliðsþjálfarastarf en hann stýrði áður Curacao tvisvar.
Þetta verður hans þriðja landsliðsþjálfarastarf en hann stýrði áður Curacao tvisvar.
Kluivert var frábær fótboltamaður en þjálfarferill hans hefur ekki verið eins merkilegur. Ásamt því að stýra Curacao tvisvar, þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins og Kamerún, og verið unglingaþjálfari hjá Ajax.
Hann stýrði síðast Adana Demirspor í Tyrklandi en var ekki lengi þar í starfi.
Hollenskir fjölmiðlar segja að hann muni nú skrifa undir tveggja ára samning við fótboltasambandið í Indónesíu og fær það verkefni að koma liðinu inn á HM 2026.
Athugasemdir