Celtic hefur náð að auka forystu sína í skosku úrvalsdeildinni í þrettán stig en liðið vann 3-0 sigur gegn St Mirren í gær. Daginn áður hafði Rangers gert 3-3 jafntefli gegn Hibernian í stórskemmtilegum leik.
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segir að það eigi enn meira eftir að koma frá þýska vængmanninum Nicolas Kuhn sem skoraði tvö mörk gegn St Mirren.
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segir að það eigi enn meira eftir að koma frá þýska vængmanninum Nicolas Kuhn sem skoraði tvö mörk gegn St Mirren.
Hinn 24 ára Kuhn kom frá Rapid Vín og er kominn með sextán mörk.
„Við spilum með snögga vængmenn sem hafa möguleika á að skapa og skora. Nicolas er að gera virkilega vel en hann getur gert enn meira," segir Rodgers.
Athugasemdir