PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Forest jafnar Arsenal á stigum í 2. sæti
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Wolves 0 - 3 Nottingham Forest
0-1 Morgan Gibbs-White ('7)
0-2 Chris Wood ('44)
0-3 Taiwo Awoniyi ('94)

Wolves tók á móti Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og tóku gestirnir frá Nottingham forystuna snemma leiks þegar Morgan Gibbs-White skoraði eftir ótrúlega einfalda og þægilega skyndisókn.

Úlfarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Þeir stjórnuðu spilinu og fengu góð færi til að skora, en nýttu þau ekki þar sem skotin fóru ýmist framhjá markinu eða voru valin af Matz Sels sem var í banastuði á milli stanganna. Gestirnir skoruðu aftur á móti gegn gangi leiksins undir lok fyrri hálfleiks, þegar Callum Hudson-Odoi slapp framhjá bakverðinum og gaf góða fyrirgjöf sem Chris Wood setti í netið af stuttu færi.

Síðari hálfleikurinn var mun bragðdaufari þar sem Úlfarnir fundu ekki lengur glufur á öguðum varnarleik Forest. Wolves hélt boltanum mjög vel innan liðsins en tókst ekki að skapa neina hættu.

Sigur Forest var aldrei í hættu í síðari hálfleik og innsiglaði Taiwo Awoniyi hann með marki í uppbótartíma eftir að hafa komið inn af bekknum.

Forest er að eiga ótrúlegt tímabil undir stjórn Nuno Espirito Santo og er liðið jafnt Arsenal á stigum í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með 40 stig eftir 20 umferðir.

Chris Wood er núna kominn með 12 mörk á úrvalsdeildartímabilinu eftir að hafa skorað 14 mörk á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner