MIlos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings R. og Breiðabliks meðal annars, starfar í dag sem aðalþjálfari Al-Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Al-Wasl situr um miðja efstu deild þar með 16 stig eftir 11 umferðir eftir stórsigur gegn botnliði deildarinnar í dag.
Al-Wasl gerði sér lítið fyrir og vann 6-0 sigur sem lagaði einnig markatölu liðsins.
Þá var Valgeir Lunddal Friðriksson í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf sem tapaði vináttuleik gegn Feyenoord. Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum í 1-0 tapi á Marbella.
Í kvennaboltanum tapaði Fiorentina úrslitaleik ítalska Ofurbikarsins gegn Roma, 3-1. Alexandra Jóhannsdóttir var ekki í hóp.
Al-Wasl 6 - 0 Al-Urooba
Dusseldorf 0 - 1 Feyenoord
Roma 3 - 1 Fiorentina
1-0 Benedetta Glionna ('17)
1-1 Madelen Janogy ('60)
2-1 Valentina Giacinti ('64)
3-1 Alice Corelli ('89)
Athugasemdir