PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 07. janúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Endurkalla Pau López frá Girona - Næsti áfangastaður er Lens
López var aðalmarkvörður Marseille þar til síðasta sumar.
López var aðalmarkvörður Marseille þar til síðasta sumar.
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn Pau López mun leika með Lens í Frakklandi út tímabilið eftir að Marseille endurkallaði hann úr láni hjá Girona í spænsku deildinni.

López fékk ekki spiltíma hjá Girona eftir að hafa varið mark Marseille, Roma og Real Betis síðustu ár.

Hinn þrítugi López verður núna lánaður til Lens út tímabilið og fær franska félagið kaupmöguleika á markverðinum.

Marseille mun selja López ódýrt þar sem hann er ekki sérlega eftirsóttur og aðeins með 18 mánuði eftir af samningi.

Annars er það að frétta frá Marseille að brasilíski varnarmaðurinn Luiz Felipe er að ganga til liðs við félagið frá Al-Ittihad.
Athugasemdir
banner