PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Funda um framtíð Lopetegui
Mynd: Getty Images
Þessa dagana eru í gangi samræður innan stjórnar West Ham United varðandi framtíð þjálfarans Julen Lopetegui, eftir að Hamrarnir eru aðeins búnir að krækja sér í 8 stig úr síðustu 8 umferðum.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem starf Lopetegui er í hættu en núna gerist það eftir stór töp gegn Liverpool og Manchester City í úrvalsdeildinni.

Líklegt er að Lopetegui fái næstu leiki til að snúa slæmu gengi við en Hamrarnir eiga framundan tvo útileiki við Aston Villa, í deild og bikar, og Lundúnaslagi á heimavelli gegn Fulham og Crystal Palace.

Sky Sports greinir frá því að samræður eru í gangi innan stjórnarinnar en engin ákvörðun hefur verið tekin. Graham Potter er sterklega orðaður við starfið hjá West Ham ef Lopetegui verður rekinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner