PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 07. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal mætir Newcastle í undanúrslitum
Mynd: EPA
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í kvöld þar sem Arsenal tekur á móti Newcastle í undanúrslitum deildabikarsins.

Liðin eigast við á heimavelli Arsenal í kvöld og mætast svo aftur á heimavelli Newcastle að mánuði liðnum.

Bæði lið eru að glíma við nokkuð af meiðslavandræðum, þar sem heimamenn í Arsenal verða án kantmannanna Bukayo Saka, Raheem Sterling og Ethan Nwaneri auk þess sem hægri bakverðirnir Ben White og Takehiro Tomiyasu eru fjarverandi vegna meiðsla. Þá er Kai Havertz tæpur fyrir slaginn.

Að sama skapi verða Nick Pope, Emil Krafth, Jamaal Lascelles og Callum Wilson ekki með Newcastle vegna meiðsla. Þá eru Fabian Schär og Bruno Guimaraes í leikbanni. Sven Botman og Anthony Gordon eru tæpir en talið er að þeim takist báðum að vera í byrjunarliði Newcastle.

Leikur kvöldsins:
20:00 Arsenal - Newcastle
Athugasemdir
banner
banner
banner