PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Langur vegur framundan en hugmyndafræðin er skýr
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Rúben Amorim, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
„Kerfi Rúben Amorim virkaði vel hjá Manchester United gegn Liverpool í gær. Þetta var besta frammistaða Manchester United undir stjórn hans," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltafrétta hjá BBC.

„Það er alveg skýrt hvaða leikkerfi hann vill vinna með og hann heldur sig við það. Undir stjórn Erik ten Hag hafði maður ekki hugmynd um hvernig lið United var að reyna að verða eða hvaða einkenni það hafði."

„Ég er ekki sannfærður um að Amorim hafi leikmennina til að ná því besta út úr kerfi með þrjá miðverði en gærdagurinn mun að minnsta kosti hafa gefið honum og leikmönnum hans trú á að hann hafi eitthvað til að byggja á. Ég held að hann muni nýta sumarið til að vinna í að fá leikmennina til að passa leikkerfið sitt."

„Við skulum samt ekki láta blekkjast af þessu frábæra stigi gegn Liverpool. Amorim hefur mikið starf fyrir höndum til að gera United að toppbaráttuliði en hann hefur að minnsta kosti skýra hugmyndafræði."

Mainoo og Ugarte verða að spila
Clinton Morrison, sérfræðingur BBC, segir að stuðningsmenn Manchester United þurfi að gera sér grein fyrir því að leikmannahópurinn sem Amorim sé með í höndunum er ekki nægilega góður.

„Stjórinn þarf að taka hluta af sökinni því hann hefur ekki verið að ná góðum úrslitum. En hann stillti liðinu hárrétt upp gegn Liverpool. Kobbie Mainoo og Manuel Ugarte voru stórkostlegir á miðsvæðinu. Þeir eru með lappirnar í þetta. Það er ekki hægt að spila Christian Eriksen og Casemiro saman," segir Morrison.
Athugasemdir
banner
banner
banner