PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham í viðræðum við Potter
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að West Ham United sé byrjað að ræða við Graham Potter um þjálfarastarfið hjá félaginu ef Julen Lopetegui verður rekinn.

Stjórnendur West Ham funduðu stíft í dag um framtíð Lopetegui hjá félaginu og er einn heimildarmaður Sky sem segir að Lopetegui verði rekinn um leið og Hamrarnir ná samkomulagi við Potter.

Eins og staðan er í dag eru Hamrarnir ekki búnir að ná samkomulagi við Potter eða neinn annan þjálfara. Þeir eru þó ekki eina úrvalsdeildarfélagið sem hefur áhuga á Potter, því nýir eigendur Everton eru einnig hrifnir af honum.

Potter hefur verið án þjálfarastarfs í meira en eitt og hálft ár, allt síðan Chelsea lét hann fara í apríl 2023.
Athugasemdir
banner
banner
banner