Sky Sports greinir frá því að West Ham United sé byrjað að ræða við Graham Potter um þjálfarastarfið hjá félaginu ef Julen Lopetegui verður rekinn.
Stjórnendur West Ham funduðu stíft í dag um framtíð Lopetegui hjá félaginu og er einn heimildarmaður Sky sem segir að Lopetegui verði rekinn um leið og Hamrarnir ná samkomulagi við Potter.
Eins og staðan er í dag eru Hamrarnir ekki búnir að ná samkomulagi við Potter eða neinn annan þjálfara. Þeir eru þó ekki eina úrvalsdeildarfélagið sem hefur áhuga á Potter, því nýir eigendur Everton eru einnig hrifnir af honum.
Potter hefur verið án þjálfarastarfs í meira en eitt og hálft ár, allt síðan Chelsea lét hann fara í apríl 2023.
Athugasemdir