PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 09:33
Elvar Geir Magnússon
Southampton lélegasta lið sögunnar?
Southampton gat ekkert á móti Brentford.
Southampton gat ekkert á móti Brentford.
Mynd: Getty Images
Southampton hefur gengið það illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili að það gæti sögulega endað sem lélegasta lið frá stofnun deildarinnar.

Southampton tapaði 0-5 fyrir Brentford um helgina og er með sex stig að loknum 20 umferðum. Ekkert lið hefur verið með færri stig á þessum tímapunkti.

Derby County 2007-8 er skráð sem lélegasta úrvalsdeildarlið sögunnar en á þessum tímapunkti á tímabilinu hafði liðið náð í sjö stig. Það endaði með ellefu.

Southampton hefur tapað fyrstu þremur leikjunum undir stjórn Ivan Juric en hann hefur breytt leikaðferð liðsins og reynt að spila beinskeyttari fótbolta en flæðandi leikaðferð fyrirrennara hansm Nathan Jones.

„Afskaplega vondur dagur, virkilega vondur leikur. Það var svo mikill munur á liðunum og ég er vonsvikinn með allt; liðið, mig sjálf, allt saman. Ég hef bara verið í tvær vikur en ég bjóst við meiru, að ég gæti náð meiru út úr liðinu. Leikmenn vita að staðan er mjög slæm en þeir þurfa að standa saman og leggja enn meira á sig," sagði Juric eftir leikinn um helgina.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner