Aston Villa hefur náð persónulegu samkomulagi við framherjann Donyell Malen.
Frá þessu segir fjölmiðlamaðurinn Ben Jacobs en Villa á enn eftir að ná saman við Borussia Dortmund um kaupverð.
Frá þessu segir fjölmiðlamaðurinn Ben Jacobs en Villa á enn eftir að ná saman við Borussia Dortmund um kaupverð.
Talið er að Dortmund vilji fá um 30 milljónir evra fyrir Malen.
Malen er 25 ára og getur spilað allar fremstu stöðurnar, hans uppáhalds staða er á hægri vængnum. Hann á átján mánuði eftir af samningi sínum á Westfalenstadion.
Leikmaðurinn var í akademíum Ajax og Arsenal áður en hann fór til PSV Eindhoven. Hann hefur verið í Dortmund síðan 2021.
Hann er hollenskur landsliðsmaður og hefur skorað fimm mörk á þessu tímabili.
Athugasemdir