PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea líklegt til að taka einn miðvörð frá Crystal Palace
Mynd: Crystal Palace
Enzo Maresca vantar einn miðvörð til að fullkomna varnarlínuna sína hjá Chelsea.

Levi Colwill, Axel Disasi og Tosin Adarabioyo eru miðverðir félagsins ásamt Renato Veiga sem þykir ekki vera nægilega góður. Wesley Fofana og Benoit Badiashile eru báðir fjarverandi vegna meiðsla, en mögulegt er að Fofana sé fjarverandi út tímabilið á meðan Badiashile kemur aftur til baka í febrúar í fyrsta lagi.

Chelsea er því að skoða miðverði til að kaupa í janúar og hefur verið mikið talað um Marc Guéhi, miðvörð Crystal Palace og enska landsliðsins, en hann er ekki til sölu þrátt fyrir að eiga aðeins 18 mánuði eftir af samningi.

Því gæti Chelsea endað á að endurkalla Trevoh Chalobah til baka úr láni, en hann er einmitt samherji Marc Guéhi hjá Crystal Palace þar sem hann er í mikilvægu hlutverki. Chalobah hefur verið mjög öflugur í liði Palace og er kominn með 3 mörk í 12 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.

Til gamans má geta að Guéhi hóf ferilinn hjá Chelsea áður en hann skipti til Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner