PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Brandur Olsen kominn heim til Færeyja
Brandur í leik með FH.
Brandur í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyski miðjumaðurinn Brandur Hendriksson er kominn heim til Færeyja og hefur gert þriggja ára samning við NSÍ Runavík, sem hafnaði í fjórða sæti færeysku Betri deildarinnar á síðasta tímabili.

Brandur, sem er þekktari undir nafninu Brandur Olsen hér á landi, lék með FH 2018-2019.

Hann er 29 ára og var samherji Júlíusar Magnússonar hjá norska liðinu Fredrikstad. Samningur hans við norska félagið rann út um áramótin og fer hann heim á frjálsri sölu.

Brandur á 63 landsleiki fyrir Færeyjar.
Athugasemdir
banner
banner
banner